Loksins

Tíminn stöðvast bræðin brennur
verndarhjúpur við mér tekur
klukkan tifar reiðin rennur
líf í rúst en hver er sekur

Í sálinni sárið grefur og grefur
hjartað í uppgjöf og neitar að slá
líkaminn lúin og heilin sefur
blóðið drýpur úr von minni og þrá

Ég græt þó ekki tíma liðna
því í raun og veru var reynslan mér góð
ísvafið hjartað mun á endanum þiðna
og beina mér aftur á rétta slóð

Nú þangað er komin og heilin að vakna
græðandi sál mína hjarta og bein
nú örlög mín stækka breikka og rakna
fyrir drottins náð kom lækning ei sein
 
Brjánn Árnason
1980 - ...


Ljóð eftir Brján Árnason

Heimsendir
beginning of end
through my emetions
selfexploration
everything is nothing
lygi
að sofna að vakna
Gabríel Rökkvi
Skrifað til Afa
Loksins
Face up
Lost In Life
From the deepest pool
For Me