Að kvöldi
Við tvö
í myrkrinu

Ein

alein
í myrkrinu

Þú
svo lítil
liggur í fangi mínu

Við göngum
fram og aftur

Ein

alein
í myrkrinu

uns
augun þín
litlu
leggjast aftur  
Þórarinn Torfason
1966 - ...
Úr bókinni Dögun (1994)


Ljóð eftir Þórarin Torfason

Að kvöldi
Guðir
Spegilmynd