Tíminn og vatnið (hluti)
1
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
2
Sólin,
sólin var hjá mér,
eins og grannvaxin kona,
á gulum skóm.
Í tvítugu djúpi
svaf trú mín og ást
eins og tvílitt blóm.
Og sólin gekk
yfir grunlaust blómið
á gulum skóm.
...
9
Net til að veiða vindinn:
Flýjandi djúpfiski
hlaðið glæru ljósi
einskis.
Sólvængjuð hringvötn
búin holspeglum
fjórvíðra drauma.
Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.
Net til að veiða vindinn:
Eins og svefnhiminn
lagður blysmöskvum
veiðir guð.
10
Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.
En draumur minn glóði
í dulkvikri báru,
meðan djúpið svaf.
Og falin sorg mín
nær fundi þínum
eins og firðblátt haf.
...
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
2
Sólin,
sólin var hjá mér,
eins og grannvaxin kona,
á gulum skóm.
Í tvítugu djúpi
svaf trú mín og ást
eins og tvílitt blóm.
Og sólin gekk
yfir grunlaust blómið
á gulum skóm.
...
9
Net til að veiða vindinn:
Flýjandi djúpfiski
hlaðið glæru ljósi
einskis.
Sólvængjuð hringvötn
búin holspeglum
fjórvíðra drauma.
Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.
Net til að veiða vindinn:
Eins og svefnhiminn
lagður blysmöskvum
veiðir guð.
10
Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.
En draumur minn glóði
í dulkvikri báru,
meðan djúpið svaf.
Og falin sorg mín
nær fundi þínum
eins og firðblátt haf.
...
Úr bókinni Ferð án fyrirheits.
1956.
Allur réttur áskilinn Ásthildi Björnsdóttur.
-------
Tekið úr bókinni Steinn Steinarr:
Ljóðasafn, Vaka-Helgafell, 1991.
-------
Ljóðið er alls 21 erindi.
Aðeins hluti þess er birtur hér
samkvæmt óskum rétthafa.
1956.
Allur réttur áskilinn Ásthildi Björnsdóttur.
-------
Tekið úr bókinni Steinn Steinarr:
Ljóðasafn, Vaka-Helgafell, 1991.
-------
Ljóðið er alls 21 erindi.
Aðeins hluti þess er birtur hér
samkvæmt óskum rétthafa.