Til þín
Ekkert án þín,
allt með þér.
Svo mikill munur,
svo langt bil,
en samt svo stutt á milli.
Ein stund með þér,
næsta án þín.
Tómarúm í hjarta,
en í senn að springa.
Syngjandi gleði,
grátandi sorg,
hvar er millivegurinn?

Hönd í hönd,
hjarta við hjarta,
óralöng fjarlægð,
en slá samt saman.
Ár liðin,
ár framundan.

Þetta er bara þú,
það er ekkert nema þú.
Allt er þú,
Ekkert er án þín.

Eylífðin er endalaus,
fortíðin eru foreldrarnir okkar,
framtíðin eru börnin okkar,
nútíminn er í dag,
nútíminn erum við.

Ég elska þig.  
S. H.
1984 - ...


Ljóð eftir S. H.

Til þín
Ég veit
Ó þú