maður og kálfur
einu sinni ég var á göngu
þá hitti ég lítinn kálf
ég sá að hann varð hálf-
hræddur við menn fyrir löngu

ég gekk til hans og sagði
viltu bera mig heim á bakinu
mér er illt því ég datt af þakinu
hann hvarf á einu augabragði

ég elti hann djúpt í dimman skóg
hann hljóp um tré og greinar
allt í kringum hann voru steinar
að lokum sagði ég þetta er nóg

ég dró hann heim og í rúmið lagði
hann sofnaði strax og fór að hrjóta
mér fannst ég frekar ill örlög hljóta
það var þess vegna sem ég sagði

þú ert illgjarn og ljótur
ég elti þig allan daginn
gegnum skóg og víðan bæinn
svo hopparðu uppí rúmið fljótur

hann svarar, ekkert leiður
ég átti mína ævi
hún var mér vel við hæfi
nú er ég orðinn reiður

því það elti mig vondur maður
elti mig vel og lengi
út um grös og skóg og engi
ég hlusta ekki á þitt blaður

nú hleypur kálfur burt
en ég sit eftir sneyptur
hann hverfur líkt og leiftur
en ég liggja læt það kjurt

ég skömmina niður gleypti,
og því sit ég sæll og glaður
ég hegðaði mér eins og maður
því í dag ég kálfinn keypti  
Zírena
1988 - ...
7. apríl 2003


Ljóð eftir Zírenu

æviskeið
maður og kálfur
hamingja = þú
lítið augnhár