Lítil brot um tímann
Tíminn er aðeins endalaus röð augnablika,
sem líða hjá hvert af öðru.
Lítil veröld greipt í hvert og eitt
- handa þér.

Tíminn er líkt og tár sem falla,
heit og sölt þau tala um gleði og sorgir.
Á einu augabragði verða þau til og hverfa
og aðeins minningin ein verður eftir.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna.
Lifandi sál í kviku holdi
- sólundaðu ekki gjöf þinni.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna
- en skyldi hann ekki óska þess
að hafa gefið hana einhverjum öðrum.  
Gaukur
1957 - ...


Ljóð eftir Gauk

Kvikmynd á rúðu
Lítil brot um tímann
Leyndardómur hjartans