Draumráðningar
fram undan skyggninu ég stíg fram í élið
snjórinn hefur aukist til muna síðan í dag
lítill fugl leggur hvítt höfuð undir stélið
en ljúfsárar raddir raula angurvært jólalag...
hinum megin götunnar gengur önnur sál
gónir sem vanviti á bifreiðir þjóta hjá
eitthvað er að og ég skynja hennar mál
og undan tötrunum stingst höndin blá...
fátæk
fögur
en feig
hún gónir mig á...
eitthvað við augun snart mig svo fljótt
ég sá allt við hana svo sorgmætt og lúið
eitthvað við minningar hennar svo ljótt
en á svipstundu verður það allt saman búið...
ég vildi að ég gæti ekki skynjað þessa huga
og ég vildi að ég gæti lukt mínum augum
en á vegginum er ég ætíð örlítil fluga
og verð að fylgjast með öllum þessum draugum...
skyggn
sorgmæddur
og sjáandi
hún tekur mig á taugum...
ég stari enn á konuna og ég sé grilla í grát
styrkist enn tilfinningin - og ég tek að kalla
hún gengur í átt til mín - en það kemur á mig fát
því stórgerðar bifreiðar munu kremja hana alla...
ég hleyp á móti konunni með angistarhljóði
svipurinn á andliti hennar breytist ekki neitt
hún hverfur undir bíl - og liggur nú í blóði
en á munni hennar lifir nú brosið svo breitt...
laus
frjáls
deyjandi
hún hvarf frá sorgunum svo greitt...
snjórinn hefur aukist til muna síðan í dag
lítill fugl leggur hvítt höfuð undir stélið
en ljúfsárar raddir raula angurvært jólalag...
hinum megin götunnar gengur önnur sál
gónir sem vanviti á bifreiðir þjóta hjá
eitthvað er að og ég skynja hennar mál
og undan tötrunum stingst höndin blá...
fátæk
fögur
en feig
hún gónir mig á...
eitthvað við augun snart mig svo fljótt
ég sá allt við hana svo sorgmætt og lúið
eitthvað við minningar hennar svo ljótt
en á svipstundu verður það allt saman búið...
ég vildi að ég gæti ekki skynjað þessa huga
og ég vildi að ég gæti lukt mínum augum
en á vegginum er ég ætíð örlítil fluga
og verð að fylgjast með öllum þessum draugum...
skyggn
sorgmæddur
og sjáandi
hún tekur mig á taugum...
ég stari enn á konuna og ég sé grilla í grát
styrkist enn tilfinningin - og ég tek að kalla
hún gengur í átt til mín - en það kemur á mig fát
því stórgerðar bifreiðar munu kremja hana alla...
ég hleyp á móti konunni með angistarhljóði
svipurinn á andliti hennar breytist ekki neitt
hún hverfur undir bíl - og liggur nú í blóði
en á munni hennar lifir nú brosið svo breitt...
laus
frjáls
deyjandi
hún hvarf frá sorgunum svo greitt...
Ég hef orðið var við það undanfarin ár að ég á mjög auðvelt með það að skynja tilfinningar annars fólks. Þetta ljóð fjallar um það.