

Hvar er mjólk þinna
mjallhvítu brjósta
móðir Evrópa, meðan
kynslóðir kveljast?
Meðan silfurkúla
liggur í leynum
og morðvélar vaka
meðan náklukkur hringja
og örlög þjóða eru ráðin
meðan kornhlöður þrútnar
eru brenndar á báli.
Meðan stríðsmenn dansa
er jörðin bölvuð
skítug andlit með
tannlausa góma.
Þegar til samninga er sest
er landið hérumbil horfið.
Við neyðaróp nætur
menningin stynur
friðarfjölleikahús
á endanum kemur.
Hún var fjórtán ára
á fermingarkjól.
mjallhvítu brjósta
móðir Evrópa, meðan
kynslóðir kveljast?
Meðan silfurkúla
liggur í leynum
og morðvélar vaka
meðan náklukkur hringja
og örlög þjóða eru ráðin
meðan kornhlöður þrútnar
eru brenndar á báli.
Meðan stríðsmenn dansa
er jörðin bölvuð
skítug andlit með
tannlausa góma.
Þegar til samninga er sest
er landið hérumbil horfið.
Við neyðaróp nætur
menningin stynur
friðarfjölleikahús
á endanum kemur.
Hún var fjórtán ára
á fermingarkjól.