UNDIR HÚÐINNI
Erfiði ástar
samfarastrit
gefðu upp sjálfið
nú um hríð
á meðan ég færi
þér heiminn
um stundarsakir.


Í úthafsgrænum augum
hvílir andblær án orða
vélrænt tempó við
port minna vona.


Undir húðinni
við blóðugar brautir
ertist hver fruma
tekur niðri hver taug
búkurinn óháður
tíð og tíma.


Í kyrrþey nætur
þar sem orsök
lífsandans dvelur
mókir frumgerð
heimsins.


Við smávægilega
tognun í tíma
finnum við fótfestu
sem snöggvast
erum ekki framandi
í ókönnuðu landi.


Aðeins aðskild í tíma og rými
aðeins ókunn undir sól
aðeins ólík í slikju mánans.  
T.G. Nordahl
1960 - ...


Ljóð eftir T.G. Nordahl

MYRKUR LOKAÐRA AUGNA
HUGMYND ORÐANNA
BETLEHEMSKIRKJAN
REYKJAVÍK
DÖKKHÆRÐA BLONDÍNAN
LJÓSBROT
SARAJEVO
UNDIR HÚÐINNI
SÆT ER ÞÍN ÁRA LÁRA