SARAJEVO
Hvar er mjólk þinna
mjallhvítu brjósta
móðir Evrópa, meðan
kynslóðir kveljast?
Meðan silfurkúla
liggur í leynum
og morðvélar vaka
meðan náklukkur hringja
og örlög þjóða eru ráðin
meðan kornhlöður þrútnar
eru brenndar á báli.


Meðan stríðsmenn dansa
er jörðin bölvuð
skítug andlit með
tannlausa góma.
Þegar til samninga er sest
er landið hérumbil horfið.


Við neyðaróp nætur
menningin stynur
friðarfjölleikahús
á endanum kemur.
Hún var fjórtán ára
á fermingarkjól.  
T.G. Nordahl
1960 - ...


Ljóð eftir T.G. Nordahl

MYRKUR LOKAÐRA AUGNA
HUGMYND ORÐANNA
BETLEHEMSKIRKJAN
REYKJAVÍK
DÖKKHÆRÐA BLONDÍNAN
LJÓSBROT
SARAJEVO
UNDIR HÚÐINNI
SÆT ER ÞÍN ÁRA LÁRA