Ég er Satan
rökkrið sveipar um sig skýjahulunni og leggst til svefns
kúrir í skjóli undan skerandi ópum og blindandi birtunni
skærguli eldhnötturinn á heiðbláum himninum rís hærra
og speglar sig í vatni fljótanna tærra...
sálirnar ferðast um saklausar - nautheimskar - grunlausar
blindar þær sjá ekki dauðann - sorgina - hætturnar
kyssandi hvort annað - með tár í augum þær hlæja dátt
en um Satan frá helvíti - þær vita fátt...
ég stend á hæðinni - grátandi - snöktandi - starandi
á alla þessa feigu - dansandi - syngjandi - hlæjandi
senn mun ég rísa og enda þessa skemmtan snöggt
þá sálirnar vitlausar vita það glöggt...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
börnin leika sér lítil - svo saklaus og undurfríð
dýrin hlaupa um gresjurnar - svo fögur og tignarleg
en í rökkrinu ríki ég og skapa öll þessi stríð
hatrið í heiminum dafnar meðan andann ég dreg...
en ég tek mín lyf og hætti að stara
ég geng í átt að þessum skara
sálir þessar í hel munu fara
og hatrið hér mun áfram vara...
ég drep alla þá er á Drottinn trúa
myrði alla gleði - sem í sálunum búa
dreifi sorginni í fólksins aragrúa
tárunum mun ég um nasir þeirra núa...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
...
rauðbleika sólkringlan á dökkum himninum hnígur
dagurinn lítur í grasið og nóttin hún nálgast
líkin liggja köld á strætum - blóðið lekur sem fljót
tunglið speglar sig í vökvanum - ofan veröld sem er ljót...
heimsendir kominn og nú ég sit þreyttur
halinn og hornin á líkama mínum stækka
sýktur og leiður með eftirsjá - sveittur
og gleðiský mín á himninum lækka...
enginn er alslæmur - hvorki ég né þú
og allir hafa sinn djöful að draga
hvort sem góð eða slæm - þín er trú
er allt þetta - eina og sama saga...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
kúrir í skjóli undan skerandi ópum og blindandi birtunni
skærguli eldhnötturinn á heiðbláum himninum rís hærra
og speglar sig í vatni fljótanna tærra...
sálirnar ferðast um saklausar - nautheimskar - grunlausar
blindar þær sjá ekki dauðann - sorgina - hætturnar
kyssandi hvort annað - með tár í augum þær hlæja dátt
en um Satan frá helvíti - þær vita fátt...
ég stend á hæðinni - grátandi - snöktandi - starandi
á alla þessa feigu - dansandi - syngjandi - hlæjandi
senn mun ég rísa og enda þessa skemmtan snöggt
þá sálirnar vitlausar vita það glöggt...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
börnin leika sér lítil - svo saklaus og undurfríð
dýrin hlaupa um gresjurnar - svo fögur og tignarleg
en í rökkrinu ríki ég og skapa öll þessi stríð
hatrið í heiminum dafnar meðan andann ég dreg...
en ég tek mín lyf og hætti að stara
ég geng í átt að þessum skara
sálir þessar í hel munu fara
og hatrið hér mun áfram vara...
ég drep alla þá er á Drottinn trúa
myrði alla gleði - sem í sálunum búa
dreifi sorginni í fólksins aragrúa
tárunum mun ég um nasir þeirra núa...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
...
rauðbleika sólkringlan á dökkum himninum hnígur
dagurinn lítur í grasið og nóttin hún nálgast
líkin liggja köld á strætum - blóðið lekur sem fljót
tunglið speglar sig í vökvanum - ofan veröld sem er ljót...
heimsendir kominn og nú ég sit þreyttur
halinn og hornin á líkama mínum stækka
sýktur og leiður með eftirsjá - sveittur
og gleðiský mín á himninum lækka...
enginn er alslæmur - hvorki ég né þú
og allir hafa sinn djöful að draga
hvort sem góð eða slæm - þín er trú
er allt þetta - eina og sama saga...
ég er djöfull að starfi
og hata þá iðju
ég fel mig í hvarfi
í jarðarmiðju...
Eina ástæðan fyrir því að ég sendi þetta hingað inn á ljod.is er sú að þetta ljóð var mjög vinsælt á hugi.is/ljod... þetta er samið sem þungarokkstexti um Satan... meira meint í gríni en alvöru :þ