Sykur og Salt

\"Sykur og salt,\"
sagði hún
\"er mesta uppáhaldið mitt í öllum heiminum!\"
og dró svo djúpt að sér andann.

\"Því sykur er sykur
og salt er salt
og það er ekkert plat
einsog hjá sumum.\"
sagði hún
og dró svo djúpt að sér andann.

\"Þess vegna ætla ég að kafa til guðs,
því þar er amma
og því þar er afi,
og amma vill sykur í kaffið,
og afi salt í grautinn,\"
sagði hún og dró svo djúpt að sér andann.

\"Því guð, hún er góð,
passar upp á pabba, afa og ömmu
en hún gleymdi greyid mömmu
og mamma gleymdi mér\"

\"Því að fólk er ekki fólk,
heldur bara það sjálft
og það er bara plat
einsog hjá sumum\"
sagði hún og drjó djúpt að sér andann.  
Erla Björk
1985 - ...


Ljóð eftir Erlu Björk

Seinasti Dagurinn
Himintunglin og Lífið
Sykur og Salt
Drykkjuleikir