andvarp
öndvert sumar æðar sláttar vélin
andardráttinn reykjavíkurtjarnar
hvetur villt en dætur ingólfs arnar
ótrúlega rauðar laga stélin

geðveikt fönn er fannhvít vetrarélin
flykkjast suður hvelið býst til varnar
gramar nætur gefa undan farnar
glerbrotin leynir á sér þunna skelin

verpi frá bakka bregður sér skrið
baksvartur líður yfir fjarskalega
hábjalla glymur undan rennur rauð

vorfaðir daglega ekki gefur grið
goggsæta mötu neytir laus við trega
náunga dauði er annars andabrauð


 
Huxi
1964 - ...


Ljóð eftir Huxa

senn kemur vorið yfir sæinn
andvarp
Suðurfararvísa
Sevilla
#!%$\\&#3\"!=/
Upprisa