Móðir Náttúra
Ég er óveðursbarn,
barn hamfara...
Nú sit ég og skrifa ljóð,
úti geisar stormur,
mér líður vel...

Elsku móðir mín,
þínir björtustu sumardagar.
Þínar svörtustu nætur.
Stjörnurnar eins og þú hafir
hellt niður úr glimmer boxi.
Svo fallegt.

Þú ert fegurri en allt,
er þú kyssir mig blautum kossi hafsins,
er þú hvíslar að mér leyndarmálum.
Rödd þín, þyturinn í trjánum..  
Bryndís
1987 - ...


Ljóð eftir Bryndísi

Móðir Náttúra
Leyndarmál
Styðsta Ferðalagið
Viðrini að annara áliti