Viðrini að annara áliti
Hvernig það er að lifa á þessari jörð.
Það er helvíti, í hnotskurn.
En mér hefur lærst að taka ekkert nærri mér. Vertu viðbúinn, reyndu hegða þér eins og maður.

Ég er búin til úr stáli,
eitruð sem svarta ekkjan.
Hver sem kemur nálægt, verður bitinn til bana. Vef mér utan um þig,
og kreisti úr þér allt líf.

Vertu viðbúinn, ég er að koma.
Lærðu að láta mig í friði,
Ég er að koma, er óstöðvandi.
Ég gerði þig vitstola í gær,
hvað geri ég í dag?
 
Bryndís
1987 - ...
Fjallar um það hvað fólk er sjálfselskt og sjálfsþenkjandi. Tildæmis ákveðinn maður ber enga virðingu fyrir tilfinningum annarra, ég er ósköp venjuleg á nokkra góða vini og marga kunningja, en ég á það til að mála mig skringilega mér til skemmtunar, en í gær var hann að skipta sér að því og kasta í mig eggjum. Ég er feginn að hann hitti ekki því ég gleymdi að taka lyfin mín þann dag og guð einn veit hvað hefði orðið um hann...


Ljóð eftir Bryndísi

Móðir Náttúra
Leyndarmál
Styðsta Ferðalagið
Viðrini að annara áliti