Vegaljóð
Hittu mig á veginum
heim
þar sem sólin hnígur blóðug bak við fjöllin
þar sem vindurinn blæs fyrsta snjónum
yfir gula mold
þar sem grátandi máni fellir silfurtár á gljáða steina
þar sem stjörnurnar glitra í freðnum pollum
tærum.
Hittu mig á veginum
vinur minn.
heim
þar sem sólin hnígur blóðug bak við fjöllin
þar sem vindurinn blæs fyrsta snjónum
yfir gula mold
þar sem grátandi máni fellir silfurtár á gljáða steina
þar sem stjörnurnar glitra í freðnum pollum
tærum.
Hittu mig á veginum
vinur minn.
Birtist í bókinni NEMA-ljóð og sögur.
Gefin út af nemum í Kennaraháskóla Íslands, 1996.
Gefin út af nemum í Kennaraháskóla Íslands, 1996.