

...í miðju eldsins dansa bláir logar
litbrigðið heillar og hitinn togar
hætturnar boðnar velkomnar heim
stefni ég hratt inn í neistasveim...
...eitthvað til að láta mig þiðna
láta kulið í sjálfum mér gliðna
hleypa hlýju inn í frosið hjarta
því frostið hættir aldrei að narta...
...eldurinn læsist um innviði sálar
á ískalda veggina hlýjuna málar
hjartklakinn bráðnar - kuldinn fer
finn hvernig hlýjan eykst í mér...
...
...stökk inn í funann með bros á vörum
kuldinn er núna einmana á förum
brunasár og sviði ? til að betur mér liði
eldurinn kulinn ? en sársaukinn hulinn...
...sálin er núna hlý
hiti í hjartanu á ný...
-pardus-
litbrigðið heillar og hitinn togar
hætturnar boðnar velkomnar heim
stefni ég hratt inn í neistasveim...
...eitthvað til að láta mig þiðna
láta kulið í sjálfum mér gliðna
hleypa hlýju inn í frosið hjarta
því frostið hættir aldrei að narta...
...eldurinn læsist um innviði sálar
á ískalda veggina hlýjuna málar
hjartklakinn bráðnar - kuldinn fer
finn hvernig hlýjan eykst í mér...
...
...stökk inn í funann með bros á vörum
kuldinn er núna einmana á förum
brunasár og sviði ? til að betur mér liði
eldurinn kulinn ? en sársaukinn hulinn...
...sálin er núna hlý
hiti í hjartanu á ný...
-pardus-