Ævarandi vinátta
Maður þarf dug,
Til að segja sinn hug,
Mikið er sagt,
Og meir á mann lagt,
Erfitt að komast á flug.

Dagurinn dimmur var,
Dimmur,hún ekki var þar.
einmannaleikinn nísti,
Og tönnunum gnísti,
Ég spurði,en fékk ekkert svar.

Að eilífu á hún stað í mínu hjarta,
Það hjarta, sem án þess að kvarta,
Mun syngja hennar lag,
Og um hvern dýrðar dag,
Lifir sú minningin bjarta.

Án hennar er hver dagur eins,
Alveg eins og ekki til neins.
Það er enginn munur,
En að mér læðist sá grunur
að hjarta mitt kenni sér meins.

Þann dimma daginn hún hvarf,
En eitt ég segja henni þarf,
Að vera hún sjálf,
þótt veröldin hálf,
skilji eftir sig annan arf.

En hver þarf að hugsa um sig,
Hugsa um sig, en ekki um mig,
En ástin er mikils verð,
Og orð eru máttugri en sverð.
Mundu: mér þykir vænt um þig.

Tilfinning söknuðar slík,
sú tilfinning í mér er rík
Um það vil ei þegja,
og verð henni að segja:
Að hún er ein allsherjar tík.

Það getur verið erfitt að skilja,
Að nauðsyn er að sýna sinn vilja,
Og þó af verði sár,
Þá oft renna tár,
Sem er mesti óþarfi að hylja.

En það sem hún hefur dulið,
Falið og heiminum hulið,
Þarf ekki að vera týnt,
Hún getur mér sýnt,
Og vegginn í milli okkar mulið.

Allt sem ég vildi var svar,
En svarið það var ekki þar,
Ég tönnunum gnísti,
og í þeim tísti,
aldrei mun verða áður sem var.  
Rut
1986 - ...


Ljóð eftir Rut

Klukkunnar tif
Horaður nútími
Líf
Ævarandi vinátta