Guð minn...?
sorgin skríður inn á köldum kvöldum
skjálftinn hreykir sér að sínum völdum
vindur gólar hæst á mínum glugga
geð mitt stendur greipt í svörtum skugga...
myrkrið sýnir máttinn þessar nætur
með hjartasting ég staulast æ á fætur
sumrið hefur horfið burt úr trjánum
höfugur ég bið um náð á hnjánum...
Guð minn hvar er griðin sem þú átt?
geturðu opnað ríkið upp á gátt?
ég kem þar brátt og ber á háar hurðir
brotinn eftir lífsins úfnu urðir...
...ég kem þar brátt og ber á hæstu hurðir
brotinn eftir lífsins úfnu urðir...
skjálftinn hreykir sér að sínum völdum
vindur gólar hæst á mínum glugga
geð mitt stendur greipt í svörtum skugga...
myrkrið sýnir máttinn þessar nætur
með hjartasting ég staulast æ á fætur
sumrið hefur horfið burt úr trjánum
höfugur ég bið um náð á hnjánum...
Guð minn hvar er griðin sem þú átt?
geturðu opnað ríkið upp á gátt?
ég kem þar brátt og ber á háar hurðir
brotinn eftir lífsins úfnu urðir...
...ég kem þar brátt og ber á hæstu hurðir
brotinn eftir lífsins úfnu urðir...