Myrkur á Mánafold
til hliðar við raunveruleikann ráfa ég núna
eftir að hafa brennt enn eina fjandans brúna
til viðbótar við öskuhaugana að baki mér...
styrktarbitar í sálinni löngu farnir að fúna
og haldreipið slitnað eftir að ég missti trúna
og hlýja sólin skín ekki lengur hér...
vonaðist eftir að finna slóðina til baka
en efasemdir í huga mér ennþá vaka
til þess eins að kvelja mig og pína...
hleyp yfir gil og hoppa milli þaka
vona að svartnættið muni mig taka
til að ég muni sorg minni týna...
máninn skríður á himninum ? bjartur og skær
virðist svo glaður ? brosandi fagur og vær
en hann er aðeins endurskin sólar...
sólin skapar allt ? allt líf frá henni orku fær
fegurð ? norðurljós ? stjörnur ? hún skapaði þær
norðurljósin dansa sem bláir kjólar...
...
nú er sólin farin ? sál mín situr marin
því ég var máninn ? heimski bjáninn
og helvítis fáráðlingsdrullufól
....þegar þú varst mín eina sól...
án sólarljóss mun máninn aldrei skína framar
dvelur í myrkrinu ? sem um leið allt lamar
þú varst mín sól ? þú varst mín gleði
nú ertu farin ? og ég er farinn á geði
ég skein aðeins vegna þín
nú kemurðu ekki til mín
...nú er myrkur á Mánafold...
...
norðurljósin skína áfram fyrir aðra
en ég var alltof mikil helvítis naðra
fyrir mér mun myrkrið ríkja hér æ
þangað til langþráðan frið ég fæ
þann dag sem að ég mun sökkva í sæ...
norðurljósin hættu að skína í kvöld
myrkrið er eilíft ? og tilveran köld...
...og þunglyndið fær á ný sín völd...
spegilmynd mín virkar ljótari en hún var
því breiða bros mitt er ekki lengur þar
á hjartanu blóðríkt og fjólublátt mar...
...
norðurljósin skína aldrei framar
þunglyndið gleðina lamar...
ég sakna þín svo mikið...
...og myrkvast fyrir vikið...
eftir að hafa brennt enn eina fjandans brúna
til viðbótar við öskuhaugana að baki mér...
styrktarbitar í sálinni löngu farnir að fúna
og haldreipið slitnað eftir að ég missti trúna
og hlýja sólin skín ekki lengur hér...
vonaðist eftir að finna slóðina til baka
en efasemdir í huga mér ennþá vaka
til þess eins að kvelja mig og pína...
hleyp yfir gil og hoppa milli þaka
vona að svartnættið muni mig taka
til að ég muni sorg minni týna...
máninn skríður á himninum ? bjartur og skær
virðist svo glaður ? brosandi fagur og vær
en hann er aðeins endurskin sólar...
sólin skapar allt ? allt líf frá henni orku fær
fegurð ? norðurljós ? stjörnur ? hún skapaði þær
norðurljósin dansa sem bláir kjólar...
...
nú er sólin farin ? sál mín situr marin
því ég var máninn ? heimski bjáninn
og helvítis fáráðlingsdrullufól
....þegar þú varst mín eina sól...
án sólarljóss mun máninn aldrei skína framar
dvelur í myrkrinu ? sem um leið allt lamar
þú varst mín sól ? þú varst mín gleði
nú ertu farin ? og ég er farinn á geði
ég skein aðeins vegna þín
nú kemurðu ekki til mín
...nú er myrkur á Mánafold...
...
norðurljósin skína áfram fyrir aðra
en ég var alltof mikil helvítis naðra
fyrir mér mun myrkrið ríkja hér æ
þangað til langþráðan frið ég fæ
þann dag sem að ég mun sökkva í sæ...
norðurljósin hættu að skína í kvöld
myrkrið er eilíft ? og tilveran köld...
...og þunglyndið fær á ný sín völd...
spegilmynd mín virkar ljótari en hún var
því breiða bros mitt er ekki lengur þar
á hjartanu blóðríkt og fjólublátt mar...
...
norðurljósin skína aldrei framar
þunglyndið gleðina lamar...
ég sakna þín svo mikið...
...og myrkvast fyrir vikið...