

margt er skrýtið í apakettinum
órangútan flýgur eins og kíttispaði
og syngur sem regnhlíf í rigningu
ég gleymdi stígvélunum mínum
þegar magdalena, túrban og atsjú
rændu völdum í musteri vitundar þinnar
sprotinn hangir þó áfram á veggnum til skrauts
en ég nota hann stundum til að hryggbrjóta vonbiðla
og hræra í kakóinu mínu
heitt kakó gerir kraftaverk
órangútan flýgur eins og kíttispaði
og syngur sem regnhlíf í rigningu
ég gleymdi stígvélunum mínum
þegar magdalena, túrban og atsjú
rændu völdum í musteri vitundar þinnar
sprotinn hangir þó áfram á veggnum til skrauts
en ég nota hann stundum til að hryggbrjóta vonbiðla
og hræra í kakóinu mínu
heitt kakó gerir kraftaverk