Mínus höggormurinn
svefnenglasöngur hljómaði
þegar allar horfnu 17. júní blöðrurnar
stigu niður af himnum
og risu upp frá dauðum

á meðan sátum við í grasinu
og horfðum á sólina setjast í blöðruhafinu

og ég bauð þér bita af eplinu mínu
næstum eins og í paradís
 
Guðný Björg
1982 - ...


Ljóð eftir Guðnýju

Sjálfstæð tilvera með tréfót
Viljið þér ost herra ? ?
Mínus höggormurinn
Almættið er
Óveður
(of stutt) langavitleysa
Illa blóð