

svefnenglasöngur hljómaði
þegar allar horfnu 17. júní blöðrurnar
stigu niður af himnum
og risu upp frá dauðum
á meðan sátum við í grasinu
og horfðum á sólina setjast í blöðruhafinu
og ég bauð þér bita af eplinu mínu
næstum eins og í paradís
þegar allar horfnu 17. júní blöðrurnar
stigu niður af himnum
og risu upp frá dauðum
á meðan sátum við í grasinu
og horfðum á sólina setjast í blöðruhafinu
og ég bauð þér bita af eplinu mínu
næstum eins og í paradís