Ljúf óvissa
þungur pokinn á herðunum þreytir
er ég þeysist um ókunnar sveitir
í leit að stað sem veitir mér skýli...
pokinn þyngist með fleiri árum
er hann gleypir hrátt við nýjum tárum
pokinn er stórt sorgarbýli...
eftir dágóða leit ég dett inn um dyr
drunginn er samur og kaldur sem fyr
króknandi skríð ég í skuggann...
lúinn finn ég minn líkama dofna
ligg hér blautur og við það að sofna
þá heyri ég bankað á gluggann...
vakna við bankið á gluggann
stend upp og yfirgef skuggann
veit ekki hvert ég mun fara
en veit að ég verð að svara...
...
gleymdi pokanum í skugganum
hver skildi vera í glugganum?
er ég þeysist um ókunnar sveitir
í leit að stað sem veitir mér skýli...
pokinn þyngist með fleiri árum
er hann gleypir hrátt við nýjum tárum
pokinn er stórt sorgarbýli...
eftir dágóða leit ég dett inn um dyr
drunginn er samur og kaldur sem fyr
króknandi skríð ég í skuggann...
lúinn finn ég minn líkama dofna
ligg hér blautur og við það að sofna
þá heyri ég bankað á gluggann...
vakna við bankið á gluggann
stend upp og yfirgef skuggann
veit ekki hvert ég mun fara
en veit að ég verð að svara...
...
gleymdi pokanum í skugganum
hver skildi vera í glugganum?