Í von og óvon hvísla ég út í vindinn...
Nú ligg ég í rúminu
og stari upp í loftið.
Bjarminn frá lampanum
skellir skuggamyndum á veggina.
Glugginn er opin
og ég anda að mér fersku lofti,
er rótgrónar tilfinningar bæra á sér
og neita að liggja í frekari dvala.
Tíminn sem við eyddum saman í dag...
í það að spjalla, segja ekki neitt
og bara sitja hlið við hlið...
hefur truflað dvalatímann.
Tvö ár í dvala, og í dag,
er eins og einungis mínúta hafi liðið.

Í von og óvon hvísla ég út í vindinn...
"Ég elska þig."  
Kristrún Huld Hafberg
1978 - ...


Ljóð eftir Kristrúnu Huld Hafberg

Þögnin er það sem ég heyri
Heiðursgestur Heljar.
Dofin...
Á leið minni í þunglyndi
Fæðing þín
Klakastyttan!
Svona virkar það...
The dad I never had
Nóttin og ég.
Árnar renna rauðar.
þar sem einu sinni lék sér barn.
Einn af þessum dögum.
Fólk
Flótti þinn frá þér!
Lífsins-ást
Hún er það...
Gráttu mig eigi
Spegill, spegill.
Blikkandi ljós inn í eilífðina
Pabbi
Hin konan.
Mamma
Sálarflækja
Kallað á hjálp.
Lokaður rammi
Þessu er lokið!
Ástin mín.
RIFRILDI ELSKENDA
Loforð um þig
ÞÚ!!!
Sálarkytran
Hin þöglu orð
Í þokunni
Það er ekki svo sárt.
Heimili
Nú í dag!
Tendruð tár
Þungar eru þær dimmu nætur.
Í von og óvon hvísla ég út í vindinn...
Hjarta óskast keypt...
Ótamið hjarta.
Uppsagnarbréf!!!
Án þín.
Rós
Ástin hennar.
Leiðbeiningar á merki-miða.
Hjartsláttur!
Í hýðinu
Hvísl fjallanna.
Fyrsta bindi.
Annað bindi.
Hjarta í molum.
Storknað Hjarta...
Ég vel...