

stykkin úr púsluspilinu liggja
óhreyfð á hrjúfu borðinu...
manneskja gengur framhjá
byrjar að setja þau saman...
fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í ískaldan skuggann í horninu...
...
önnur manneskja gengur framhjá
týnir upp illa farin stykkin
og byrjar að setja þau saman...
fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í hálffullan vaskinn í eldhúsinu...
...
stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að falla saman í eina heild...
stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að rétta manneskjan
meðhöndli þau...
óhreyfð á hrjúfu borðinu...
manneskja gengur framhjá
byrjar að setja þau saman...
fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í ískaldan skuggann í horninu...
...
önnur manneskja gengur framhjá
týnir upp illa farin stykkin
og byrjar að setja þau saman...
fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í hálffullan vaskinn í eldhúsinu...
...
stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að falla saman í eina heild...
stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að rétta manneskjan
meðhöndli þau...