Morðið á sjálfinu
reyndi að semja ljóð um eftirsjá
...hætti að skrifa þegar blóðið
var farið að leka undan nöglunum...
reyndi að semja ljóð um þunglyndið
...hætti að skrifa þegar reykur
var farinn að skríða upp úr tölvunni...
reyndi að semja ljóð um eineltið
...hætti að skrifa þegar tárin
voru farin að blinda mig of mikið...
...hætti bara að skrifa...
...
stóð upp frá tölvunni og starði í forundran
“hvað hef ég endað við að hripa niður?
hef ég breyst í helvítis gelding og Tregadrottningu?
hef ég breyst í fjandans vælukjóa og fylliraft?
hef ég breyst í aumkunarvert áráttufífl?”
...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að fremja Sjálfsmorð...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að murrka lífið úr Sjálfinu...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að fæðast aftur að nýju...
því ég get aldrei aftur orðið glaður
nema ég fæðist aftur sem nýr maður...
...
tek af mér 100 kílóa bakpokann
sem var orðinn samgróinn bakinu
og fleygi honum með háum skelli
á steinhart gólfið...
tæmi úr honum og skoða innihaldið:
eineltið...
þunglyndið...
vonbrigðin...
sambandsslitin...
samviskubitin...
ástarþrána...
og eftirsjána...
og dreyfi því á steinhart gólfið...
...
byrja að traðka
á einelti...
byrja að mylja
þunglyndið..
byrja að henda
vonbrigðunum...
byrja að slíta
sambandsslitin...
byrja að bíta
samviskubitin...
byrja að brjóta
ástarþrána...
og blinda svo
eftirsjána...
...
eftir nokkrar stundir
af bullandi svita
og tilfinningahita
tryllingslegan hlátur
og sársaukagrátur...
horfi ég á duftið fyrir framan mig
duftið sem áður var stærsti hlutinn
af mér...
...
sæki eldspýtu
kveiki í
og horfi á bálið skríða upp tjöldin...
hitinn eykst óðum
finn friðinn
gleymskuna og gleðina taka völdin...
...
friðþægingu
er ekki hægt að fá frítt...
myrti sjálfið
og öðlast núna nýtt...
...hætti að skrifa þegar blóðið
var farið að leka undan nöglunum...
reyndi að semja ljóð um þunglyndið
...hætti að skrifa þegar reykur
var farinn að skríða upp úr tölvunni...
reyndi að semja ljóð um eineltið
...hætti að skrifa þegar tárin
voru farin að blinda mig of mikið...
...hætti bara að skrifa...
...
stóð upp frá tölvunni og starði í forundran
“hvað hef ég endað við að hripa niður?
hef ég breyst í helvítis gelding og Tregadrottningu?
hef ég breyst í fjandans vælukjóa og fylliraft?
hef ég breyst í aumkunarvert áráttufífl?”
...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að fremja Sjálfsmorð...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að murrka lífið úr Sjálfinu...
ákvað það á þessari stundu að ég ætlaði
að fæðast aftur að nýju...
því ég get aldrei aftur orðið glaður
nema ég fæðist aftur sem nýr maður...
...
tek af mér 100 kílóa bakpokann
sem var orðinn samgróinn bakinu
og fleygi honum með háum skelli
á steinhart gólfið...
tæmi úr honum og skoða innihaldið:
eineltið...
þunglyndið...
vonbrigðin...
sambandsslitin...
samviskubitin...
ástarþrána...
og eftirsjána...
og dreyfi því á steinhart gólfið...
...
byrja að traðka
á einelti...
byrja að mylja
þunglyndið..
byrja að henda
vonbrigðunum...
byrja að slíta
sambandsslitin...
byrja að bíta
samviskubitin...
byrja að brjóta
ástarþrána...
og blinda svo
eftirsjána...
...
eftir nokkrar stundir
af bullandi svita
og tilfinningahita
tryllingslegan hlátur
og sársaukagrátur...
horfi ég á duftið fyrir framan mig
duftið sem áður var stærsti hlutinn
af mér...
...
sæki eldspýtu
kveiki í
og horfi á bálið skríða upp tjöldin...
hitinn eykst óðum
finn friðinn
gleymskuna og gleðina taka völdin...
...
friðþægingu
er ekki hægt að fá frítt...
myrti sjálfið
og öðlast núna nýtt...