UNDIR REGNBOGANUM
Má bjóð þér að ganga,
og merkið bera hátt.
Gleðibros frá okkur fanga,
dansa fram á nátt.

Öll við erum guðs börn,
og teljum okkur vera elskuð.
Þá trúarofsans versta vörn,
og vilja að við séum frelsuð.

En er það betra að fólkið hati,
berji á vilja og réttlæti.
Ekki er það að okkar mati,
við beitum ekki ranglæti.

Við virðum allar týndar sálir,
alla þá sem finn´ei sig.
Því sumir ganga veginn hálir,
kalla, hrópa og dæma mig.

Ekki er það að Guð ei elski,
vona ég hann hvern minn dag.
Bið bara um það eilífa frelsi,
og lífið verði mér í hag.

Grimmt er orðið í þessum heimi,
að fela kynhneigð þurfi hann.
Vona ég að hjálpist þeim,
sem ennþá hrópa og dæma hann.  
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Ein manneskja sem ég þekki er samkynheigð. Í gegnum tíðina hefur hún kennt mér markt og hjálpað mér að sigrast á grimmum fordómum sem ég er með. En samt sem áður er ég með ákveðnar skoðanir, en skil samt að þetta eru manneskjur alveg eins og ég!


Ljóð eftir Svein Hjört

DROTTNINGAR
UNDIR REGNBOGANUM
ALEINN Á ÚTHAFI