

ég hleyp áfram í blindni...
stari á svartnættið gýna
dökkt yfir augasteinum
mínum...
ég hleyp áfram í blindni...
heyri svartnættið kalla
hátt yfir mjóar axlirnar
mínar...
ég hleyp áfram í blindni...
skynja svartnættið strjúka
laust yfir stutthært höfuð
mitt...
...
ég stöðvast í blindni
svartnættið stöðvast líka...
nokkur hænuskref í viðbót...
finn hitann frá ljósinu...
finn hlýjuna streyma inn...
...
göngin eru á enda runnin
göngin eru á enda hrunin...
stari gegnum lítið gatið
og kemst ekki milli steinanna...
...
þarf að ganga til baka...
stari á svartnættið gýna
dökkt yfir augasteinum
mínum...
ég hleyp áfram í blindni...
heyri svartnættið kalla
hátt yfir mjóar axlirnar
mínar...
ég hleyp áfram í blindni...
skynja svartnættið strjúka
laust yfir stutthært höfuð
mitt...
...
ég stöðvast í blindni
svartnættið stöðvast líka...
nokkur hænuskref í viðbót...
finn hitann frá ljósinu...
finn hlýjuna streyma inn...
...
göngin eru á enda runnin
göngin eru á enda hrunin...
stari gegnum lítið gatið
og kemst ekki milli steinanna...
...
þarf að ganga til baka...