Rósarrætur
í rúmt ár óx fögur rós í garðinum mínum
hún dafnaði vel og rætur hennar dýpkuðu
uns þær náðu ekki lengra inn í moldina...
í byrjun ársins gerði tryllt slagveður
rósin slitnaði upp og fauk sinn veg
og lenti í garðinum hinum megin við götuna...
rósin dvaldi þar lengi á yfirborðinu
en núna hefur hún skotið þar rótum
meðan ræturnar standa enn djúpt í mér...
ræturnar standa enn djúpt í mér
en blómið er farið og kemur ekki aftur
hinum megin við götuna stendur það fagurt
fegurra en áður og brosir við mér...
...
daglega sé ég eigandann annast sína dáðu rós...
hún dafnaði vel og rætur hennar dýpkuðu
uns þær náðu ekki lengra inn í moldina...
í byrjun ársins gerði tryllt slagveður
rósin slitnaði upp og fauk sinn veg
og lenti í garðinum hinum megin við götuna...
rósin dvaldi þar lengi á yfirborðinu
en núna hefur hún skotið þar rótum
meðan ræturnar standa enn djúpt í mér...
ræturnar standa enn djúpt í mér
en blómið er farið og kemur ekki aftur
hinum megin við götuna stendur það fagurt
fegurra en áður og brosir við mér...
...
daglega sé ég eigandann annast sína dáðu rós...