

sá spegilmynd mína úti á götu í gær
hún þóttist ekki sjá mig
gekk hraðar
og hljóp loks við fót...
sá spegilmynd mína í glugga í morgun
hún sneri í hina áttina
dofnaði smátt
og hvarf loks alveg...
...
talaði ótt og títt við sjálfan mig í gær
ég fékk engin viðbrögð
talaði hærra
en gafst loksins upp...
...
sjálfið mitt fékk leið á sjálfum mér...
hún þóttist ekki sjá mig
gekk hraðar
og hljóp loks við fót...
sá spegilmynd mína í glugga í morgun
hún sneri í hina áttina
dofnaði smátt
og hvarf loks alveg...
...
talaði ótt og títt við sjálfan mig í gær
ég fékk engin viðbrögð
talaði hærra
en gafst loksins upp...
...
sjálfið mitt fékk leið á sjálfum mér...