Óður til brúðartertu
Borðið
þakið kökudiskum,
bollum,
ljósum
líkt og kjóll
brúðarinnar
sem gekk
eftir
löngum gangi
til síns heitelskaða.
Sem stóð
í dökkum
fötum
við altari
og kinkaði
kolli
til allra krikjugesta.
orðinn stífur
af kinkukolli.

Skeiðar,
klingja klingediklang
á borði
þar sem
kirkjukór
syngur
hástöfum
lag til
tertunnar á borðinu
sem bíður
eftir
að verða
étin.

Bragð kremsins,
sem er dísætt
líkt og parið
sem gónir augum
til hvors annars
á háborði
og dreymir
um nóttina
sem kemur síðar,
líkist
suðrænum ávexti,
sem er ekki
óvitlaust
því í æðum
hjónanna
rennur suðrænt
blóð,
með heitu skapi.  
Eðvald Einar Stefánsson
1973 - ...


Ljóð eftir Eðvald Einar Stefánsson

Viska
Dapurleiki
Óður til brúðartertu
Hjal elskuhugans
Óður til skálds
Óður til útsýnis