Djöflaterta með englakremi.
Vængir mínir óhreinir
geislinn svo mattur,
það færi mér betur hversdagslegur hattur.

Fæturnir sárir
skrefin þung
spurðu mig vinur "hvernig varstu ung?"

Þá bar ég birtu langt úti tómið
lýsti upp svartasta hyl,
Bar mig blómstrandi blítt sem rjómi
og elskaði að vera til.

Nú dugar hvorki bros né snerting,
þið hörfið undan hrelld,
af stalli ofar skýjum ég felld.

Þið sinnið aðeins nýjum glampa
étið upp ósnert og ljúft,
en hrækið því síðan með ygldum krampa
og skiljið við mengað og hrjúft.

 
soffa
1970 - ...


Ljóð eftir soffu

Djöflaterta með englakremi.
Dæmd
veikt eðli
Blindfold
Það er flugstjórinn sem talar.