Snjókornið
Ég sveif um heiminn án nokkurrar festu,
ég greip aðeins í gufu og ský.
Lífið fjarar út að mestu,
er ég fell til foldar eins og blý

Í draumum ég lifði með fölskum vonum,
ég heyrði hið brothætta Drottins orð.
Syndir feðranna íþyngja sonum,
sem svífa hægt að komandi storð.

Ég sveif í þögn, regni og rokum,
loksins gat ég fallið í kaf.
Dýrð í dauða fann ég að lokum,
er ég sökk í hið svarta haf.

Nú kveð ég ykkur, elskendur, vinir,
drukknandi í lífsins ró.
Því að syndugra feðra synir
hverfa ávallt ofan í sjó.
 
Ragnarök
1988 - ...


Ljóð eftir Ragnarök

Vont, verra, verst.
Skiluru mig?
Snjókornið
Jólaskapið
Vakningarkall hins heyrnarlausa