Nei, smáfríð er hún ekki
Nei, smáfríð er hún ekki
og engin skýjadís,
en enga eg samt þekki,
sem ég mér heldur kýs.

Þótt hún sé holdug nokkuð,
er höndin ofursmá.
Hún er svo íturlokkuð
með æskulétta brá.

Við eldblik augna kátra
skín andlit glatt og ljóst.
Við hljóðfall léttra hlátra
sem hrannir lyftast brjóst.

Hún er svo frjáls og ítur,
svo æskusterk og hraust,
að hver, sem hana lítur,
til hennar festir traust.

Og ef ég er með henni,
ég eld í hjarta finn.
Það er sem blóðið brenni
og bálist hugur minn.  
Hannes Hafstein
1861 - 1922


Ljóð eftir Hannes Hafstein

Stormur
Þorsklof
Ástarjátning
Sprettur
Nei, smáfríð er hún ekki
Sprettur
Fjalldrapi
Strikum yfir stóru orðin
Þegar hnígur húm að Þorra
Vísur á sjó
Hraun í Öxnadal
Draumur
Áraskiptin 1901 - 1902
Ást og ótti