

Himinninn litast dökkblár
sjórinn tindrandi svartur
Sólin bráðnar í gula línu
hnígur undir sjónarrönd
Í stinnum sjávarvindum
stendur vitinn og horfir á
síendurtekið leikritið
á stórsviði geimsins
Eins og þúsundföld bylgja
sem nálgast ströndina
birtist og hverfur
hversdagsgleði manna
Eins og vitinn gamli
stendur maður
og horfir á
síendurtekið leikritið
á baksviði mannlífsins
Himinninn litast dökkblár
eins og flauelsgardínurnar
eru nú dregnar fyrir
Hvíld eina kvöldstund
sjórinn tindrandi svartur
Sólin bráðnar í gula línu
hnígur undir sjónarrönd
Í stinnum sjávarvindum
stendur vitinn og horfir á
síendurtekið leikritið
á stórsviði geimsins
Eins og þúsundföld bylgja
sem nálgast ströndina
birtist og hverfur
hversdagsgleði manna
Eins og vitinn gamli
stendur maður
og horfir á
síendurtekið leikritið
á baksviði mannlífsins
Himinninn litast dökkblár
eins og flauelsgardínurnar
eru nú dregnar fyrir
Hvíld eina kvöldstund