Samkvæmt bókunum.
Á kvöldin þegar kyrrð færist yfir mig
hugsa ég oft til þín.
Þú
sem svo löngu ert horfin.
Ég ætti að vera hætt að hugsa
til þín
nema endrum og eins
samkvæmt bókunum.
Samt
get ég ekki hugsað
samkvæmt bókunum.
Því þú mótaðir líf mitt og ert hluti af því.  
Pétrína Þorsteinsdóttir
1941 - ...


Ljóð eftir Pétrínu Þorsteinsdóttur

Samkvæmt bókunum.
Hátíð ljóssins
Í tilefni andláts og fæðingar.
Við Lakagíga