Í tilefni andláts og fæðingar.
Líf, dauði, sorg, gleði
svo undarlega samofin.
Í einni andrá slokknar líf.
Í næstu andrá kviknar líf.
Svo óbærileg sorgin yfir dauða.
Svo dásamleg gleðin yfir lífi.
Líf, dauði, sorg, gleði
svo undarlega samofin.  
Pétrína Þorsteinsdóttir
1941 - ...


Ljóð eftir Pétrínu Þorsteinsdóttur

Samkvæmt bókunum.
Hátíð ljóssins
Í tilefni andláts og fæðingar.
Við Lakagíga