Hátíð ljóssins
Ljósin kvikna eitt af öðru
í gluggum húsanna
á þökum húsanna
í trjánum við húsin.
Marglit ljósin lýsa upp vetrarmyrkrið
Það birtir inni
Það birtir úti
Það birtir í hjörtum okkar,
vegna jólanna sem eru hátið ljóssins.
Guði sé lof,
fyrir jólin.
 
Pétrína Þorsteinsdóttir
1941 - ...


Ljóð eftir Pétrínu Þorsteinsdóttur

Samkvæmt bókunum.
Hátíð ljóssins
Í tilefni andláts og fæðingar.
Við Lakagíga