Svarta kindin
Ég tók mér blað,
málaði á það.
Vissi ekki hvaða lit átti að nota,
skipti ekki máli, ætlaði bara að krota.
Ég tók mér pensil í hönd
og málaði græna rönd.
Allt í einu fékk ég kast,
ég byrjaði að mála fast
og dýfði penslinum hart
beint ofan í svart.
Út kom mynd
af svartri kind.
Ég teiknaði blóm og tjarnir í kring
Og nokkra svani sem slógu um það hring.
Hvítir og flottir voru þeir svanir,
Og voru því sko alveg vanir.
Kindin var bara svört,
en framtíð hennar var björt.
En það gat hún ekki skilið
svo hún labbaði upp gilið.
Hún vildi verða svanur stór
og kvaka með í svanakór.
En seinna myndi hún skilja
hversu mikilvægt er að vilja
og geta verið hún sjálf.  
Hekla
1989 - ...
Þetta ljóð er mjög djúpt ef maður skilur samlíkingarnar í því.


Ljóð eftir Heklu

Einmannaleiki
Svarta kindin
Í síðasta sinn
Kossinn bless