Í síðasta sinn
Ég held þér fast í örmum mér
í allra síðasta sinn,
ei veit ég hvernig líður þér
en strauma frá þér finn.

Þú rennir fingrum um mitt hár
og frá þér finn ég hlýju.
Brátt fer að myndast hjartasár
Sem grær aldrei að nýju.

Tár rennur niður vanga minn
og enn verða þau fleiri,
Tárið snertir þína kinn
og hvísl frá þér ég heyri.

Þú segist ætíð elska mig
og aldrei munir gleyma
að ég vil líka elska þig
Og við látum okkur dreyma.

Einhvern tíma seinna meir
munum við hittast aftur,
ástin okkar aldrei deyr,
né okkar vilji og kraftur.

Ég horfi á þig hverfa á brott
og horfa á eftir mér,
að vera með þér var svo gott
en nú þarf ég að gleyma þér.

 
Hekla
1989 - ...
Samið í mjög tifinningaríku kasti. Eitt af því fallegasta og einlægasta sem ég hef skrifað.


Ljóð eftir Heklu

Einmannaleiki
Svarta kindin
Í síðasta sinn
Kossinn bless