Kossinn bless
Ég finn fyrir þrýstnum vörum þínum
Sem kyssa svo sætt og blítt,
ásjóna þín í mjúkum línum
og andlit þitt svo frítt.

Þú horfir beint í augun mín græn
og strýkur mitt rauða hár,
snerting þín svo mjúk og væn
þegar byrja að renna tár.

Tár rennur niður vanga minn svo hægt
en þú strýkur það af í hvelli.
Ég hélt að ástarsorg væri eitthvað vægt
en samt tárum niður ég helli.

Ég kyssi þig í hinsta sinn
og hvísla að það verði í lagi
en þú strýkur bara mína kinn
og fleira af því tagi.

Áður en þú ferð þú kveður mig
Með löngum góðum kossi
Aldrei mun hann jafna sig
þessi sterki ástarblossi.
 
Hekla
1989 - ...
Bara samið í einhverju ljóðastuði hehe


Ljóð eftir Heklu

Einmannaleiki
Svarta kindin
Í síðasta sinn
Kossinn bless