

...á tjaldinu hreyfast stórar persónur
og kyssast með ástúð og hlýju
hvert sem ég lít má sjá bros á vörum
og ánægjukurr fer um salinn...
...í rómantísku rökkri ég tek um þig
og horfi á þig stara á myndina
örlítil brosvipra færist upp kinn þína
og augngot þitt vermir sál mína...
ástaratriðin á risastórum skjánum
eru leikin fyrir ógnarhá laun
myndin því uppfull af kjánum
meðan ást mín til þín er í raun
kvikmyndin klárast og viðkvæmir tárast
en glaður ég fylgi þér heim
þó myndin sé krúttleg og sagan svo falleg
þá er þetta í plati hjá þeim
...þó myndin sé leikin í veru og raun
má sjá sniðugar aðferðir hjá þeim
ég læri því allar þessa kúnstir á laun
og kyssi þig með \"frönskum\" hreim...
og kyssast með ástúð og hlýju
hvert sem ég lít má sjá bros á vörum
og ánægjukurr fer um salinn...
...í rómantísku rökkri ég tek um þig
og horfi á þig stara á myndina
örlítil brosvipra færist upp kinn þína
og augngot þitt vermir sál mína...
ástaratriðin á risastórum skjánum
eru leikin fyrir ógnarhá laun
myndin því uppfull af kjánum
meðan ást mín til þín er í raun
kvikmyndin klárast og viðkvæmir tárast
en glaður ég fylgi þér heim
þó myndin sé krúttleg og sagan svo falleg
þá er þetta í plati hjá þeim
...þó myndin sé leikin í veru og raun
má sjá sniðugar aðferðir hjá þeim
ég læri því allar þessa kúnstir á laun
og kyssi þig með \"frönskum\" hreim...