

Stjörnur himinsins
á gangstéttum borgarinnar
blikkandi hvern þann
sem gengur
þar um
Ekki dagur án nætur
ekki sól án tungls
ekki ást án haturs
enginn á ferð
Fræknir forfeður
okkar
fyrirfinnast í skorpu
rotnandi jarðarinnar,
heimur tímans
Kyrrt hafið
umlykur
þjóðir allra manna
erfið barátta
við okkar ruglaða
líf
á gangstéttum borgarinnar
blikkandi hvern þann
sem gengur
þar um
Ekki dagur án nætur
ekki sól án tungls
ekki ást án haturs
enginn á ferð
Fræknir forfeður
okkar
fyrirfinnast í skorpu
rotnandi jarðarinnar,
heimur tímans
Kyrrt hafið
umlykur
þjóðir allra manna
erfið barátta
við okkar ruglaða
líf