Manstu !?
Manstu þegar steinarnir
í fjöruborðinu vögguðu
með æstri öldunni
taktfast
með rihiðma
inní okkur
slógu hjörtun
í takt.
Í takt við lífið sjálft.
Og við sátum
í hásæti klettsins
horfðum niður
hlustuðum.
Og óskuðum okkur þess
að vera fuglar fjörunnar.
Og veistu....
að síðan þá
hef ég verið það.  
Bylgja
1962 - ...


Ljóð eftir Bylgju

Manstu !?
Já þú
Rósa frænka.
Þekki þig.