Litir
Brosandi stekkur barnið út úr
dyrunum á græna húsinu.
Leikur sér í gulum sandkassa
með rauða fötu.
Gul sólin vermir það
og golan leikur í hári þess.
Litlu brúnu fuglarnir
syngja því söngva .
Og allt virðist svo gott.
þar til hvítu börnin,
koma og kasta gráum sandinum
í andlit svarta barnsins
og brúnu augun þess
leka bláum kristalstárum...  
Jóhanna Laufey Snorradóttir
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Laufeyju Snorradóttur

Litir
Ást I
Á.S.T. II
Á.S,T III
Á.S.T. IV
Tikk takk
Dansinn