Á einhverjum tímapunkti
Hann var einu sinni ekkert nema brosið,
vildi vera eins góður og hann gat.
En núna er hjarta hans frosið,
og hans sorglega bros bara plat.

Hann treystir ekki neinum lengur,
hefur brennt sig á ást um árabil.
Lítill óöruggur drengur,
sem vill ekki vera til.

Einhverntímann skal hann ganga með augunn lokuð,
yfir á rauðu ljósi,
svo hans auma tilvera verði mokuð,
af götunni eins og mykja úr fjósi.  
bitur
1982 - ...


Ljóð eftir bitur

Á einhverjum tímapunkti
Glasið er brotið.
frá öðru sjónarhorni
Á bjartsýnisdegi