Söknuður
Ó móðir mín
hvar ert þú móðir mín ?
Þú sem ég fékk aldrei að sjá
aldrei að þekkja.
Þú sem gafst mér lífið.
Ég heyrði hjartslátt þinn
andardrátt þinn
skynjaði þína björtu rödd.
Ég fékk að lifa í skauti þínu
örugg frá kaldri veröld.
En
svo kom ljósið
skært, stingandi.
Sterkar hendur nálguðust
hrifsuðu mig burt
burt frá öruggum heimi
burt frá þér.  
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Hlíf Önnu Dagfinnsdóttur

Upphafið
Tökubarn
Söknuður
Desember