Eymd örlaganna
30/12 '00

Eymd Örlaganna

Hann er borinn í borginni
og kynnst hefur sorginni
sem þar í henni býr.
Hún fæddist í sveitinni
er í eilífu leitinni
að heimi sem er henni nýr.

Þau standa í ströngu
við leitina löngu
en fallast þó ekki hendur
án þess að finna hvort annað
eftir að hafa kannað
það sem til boða stendur.

Loks leitinni lýkur
asinn var slíkur
við þennan fagnaðar fund
að til varð ungi
og yfir færðist drungi
stíga varð á nýja grund.

Dreginn var hringur
á þeirra fingur
og stefnan tekin í aðra átt.
Með skuldir á bakinu
og ekkert í lakinu
fór ekkert í rétta átt.

Ungarnir urðu fleiri
og skuldirnar meiri
og sambandið tók að bresta.
Skilnaður og forræði
væl og volæði
sem kemur fyrir flesta.

Hann þekkir því sorgina
sem einkennir borgina
og kynnst hefur henni í raun.
Hún fór úr sveitinni
lokið hefur leitinni
og vaknað við vondan draum.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...
Eiginlega texti, væri það sennilega ef ég kynni að semja tónlist.


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð