Mr. Rowe
02/04 '00

Lof sé þér sem ávallt með mér stendur
vinur minn sem virkar best brenndur.
Aðra leið í annan heim við förum saman
í djúpu myrkri okkur finnst samt gaman.
Gegnum blámann sem myndast af hita,
sjáum við einstaka blöndu lita
sem kallar á mig að koma til sín.
Að aðskilja okkur er erfiðast verka,
finn ég þig líða sem silki um kverkar,
og veita mér svör við spurningum daga,
mína brostnu sál þér tekst að laga.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð